Ársskýrsla
2024

Árið var viðburðaríkt hjá Festi og rekstur félagsins gekk vel.
Vörusala
Framlegð af vörusölu
Laun/Framlegð
EBITDA
EBITDA/framlegð af vörusölu
Handbært fé frá rekstri

Við erum stolt af árangri ársins 2024 og þökkum það fyrst og fremst tryggum viðskiptavinum og einstöku starfsfólki um land allt.
Með góðum stjórnarháttum er lagður grunnur að traustum samskiptum við hagaðila og stuðlað að hlutlægni, heilindum, gegnsæi og ábyrgð í stjórnun.
Festi er eignarhaldsfélag fyrirtækja sem öll gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi með sölu á dagvörum, lyfjum, heilsuvörum, eldsneyti, raforku og raftækjum.
ELKO er stærsta raftækjaverslun landsins og rekur fimm verslanir í dag ásamt einni stærstu vefverslun landsins. Verslanir ELKO eru staðsettar í Lindum, Skeifunni, Granda, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á Akureyri.
Krónan er lágvöruverðsverslun sem leggur lykiláherslu á að koma réttu vöruúrvali til viðskiptavina á eins ódýran hátt og mögulegt er. Verslanir Krónunnar eru 26 talsins, auk Snjallverslunar.
Lyfja vinnur að því markmiði að lengja líf og auka lífsgæði. Lyfja starfrækir 44 apótek og útibú um allt landið auk vefverslunar og apps.
N1 er orkusali Festi samstæðunnar og sér fólki og fyrirtækjum fyrir eldsneyti, raforku, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu á þjónustustöðvum félagsins um allt land.
Bakkinn vöruhótel rekur tvö vöruhús, í Skarfagörðum og Klettagörðum, sem sérhæfa sig í vöruhýsingu, pökkun, vörumerkingu, afgreiðslu og dreifingu á vörum fyrir viðskiptavini.
Yrkir eignir annast rekstur og umsýslu fasteigna sem tilheyra samstæðu Festi, ásamt því að þróa bæði eignir og lóðir með það fyrir augum að auka verðmæti þeirra og arðsemi.
