Stjórnarhættir

Stjórnarháttayfirlýsing

Festi fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ Iceland og Samtökum atvinnulífsins í endurskoðaðri útgáfu 1. júlí 2021. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á vef www.leidbeiningar.is.

Stjórnarhættir Festi eru markaðir af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, samþykktum félagsins og starfsreglum stjórnar. Starfsreglur stjórnar voru síðast yfirfarnar og samþykktar á stjórnarfundi þann 6. mars 2024. Reglurnar eru settar samkvæmt ákvæðum í 5. mgr. 70. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 4. mgr. 18. gr. samþykkta félagsins. Í samþykktum er kveðið á um tilgang félagsins, hlutafé þess, hluthafafundi, stjórn, forstjóra, reikningshald og endurskoðun. Núverandi starfskjarastefna Festi var samþykkt á aðalfundi félagsins þann 6. mars 2024. Stefnan nær til starfskjara stjórnarmanna, forstjóra og æðstu stjórnenda félagsins.

Starfsreglur stjórnar, samþykktir félagsins og upplýsingar um starfskjarastefnu eru aðgengilegar á vefsíðu Festi, www.festi.is/stefnur-og-reglur. Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum hluthafa þess. Aðalfund skal halda fyrir lok ágúst ár hvert. Stjórn fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda og ber meginábyrgð á rekstri þess. Stjórn félagsins gerir árlega árangursmat á störfum sínum. Samskipti stjórnar og hluthafa fara fram á hluthafafundum. Stjórnarmenn í félaginu eru sjálfstæðir í störfum sínum og taka ekki við fyrirmælum frá hluthöfum félagsins eða öðrum hagsmunaaðilum. Stjórnarmenn gæta jafnframt trúnaðar í störfum sínum og veita hluthöfum ekki upplýsingar um rekstur eða starfsemi félagsins nema slíkt sé kynnt á vettvangi stjórnar.

Samkvæmt samþykktum Festi skal stjórn félagsins vera skipuð fimm stjórnarmönnum sem kjörnir eru árlega á aðalfundi. Stjórn félagsins skipa samkvæmt niðurstöðu aðalfundar 6. mars 2024: Guðjón Reynisson, Guðjón Auðunsson, Hjörleifur Pálsson, Margrét Guðmundsdóttir og Sigurlína V Ingvarsdóttir. Í stjórn eru nú þrír karlar og tvær konur. Félagið uppfyllir því ákvæði laga um hlutafélög um kynjahlutföll stjórnar. Stjórnarmenn eru með fjölbreytta menntun og hafa víðtæka reynslu úr atvinnulífinu.

Aðalfundur félagsins verður haldinn 5. mars 2025. Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins þurfa að tilkynna það skriflega til stjórnar að minnsta kosti tíu sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Samþykktum félagsins má einungis breyta með samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða á löglegum hluthafafundi, enda sé þess rækilega getið í fundarboði að slík breyting sé fyrirhuguð og í hverju hún felst.

Stjórnin hefur sett sér starfsreglur sem yfirfarnar eru árlega. Í þeim er að finna skilgreiningu á valdsviði stjórnar og verksviði stjórnar gagnvart forstjóra. Í reglunum er meðal annars að finna ákvæði um skipan stjórnar, samskipti við hluthafa, boðun funda og ályktunarhæfni, fundargerðir og innihald þeirra, reglur um þagnar- og trúnaðarskyldu stjórnarmanna og reglur um hæfi stjórnarmanna til þátttöku í afgreiðslu mála. Stjórn kýs sér formann og varaformann ásamt því að skipa nefndarmenn undirnefnda. Stjórnarfundi skal halda svo oft sem þörf krefur og að jafnaði eigi sjaldnar en átta sinnum á ári. Fundarstaður stjórnar er í höfuðstöðvum Festi að Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi. Formaður stjórnar fundum hennar. Forstjóri á sæti á fundum stjórnar og hefur þar umræðu- og tillögurétt, nema stjórn ákveði annað í einstökum tilfellum. Stjórn félagsins ákveður meðal annars starfskjör forstjóra og hittir endurskoðendur eftir þörfum. Stjórn hefur skipað endurskoðunarnefnd, fjárfestingarráð og starfskjaranefnd. Tilnefninganefnd starfar í umboði aðalfundar.

Allir stjórnarmenn hafa lagt fram persónulegar upplýsingar svo hægt sé að leggja mat á hæfi þeirra til stjórnarsetu í öðrum félögum, eignahluti í félaginu, beint eða í gegnum tengda aðila og möguleg hagsmunatengsl. Allir stjórnarmenn eru óháðir félaginu og stórum hluthöfum þess samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út þann 1. júlí 2021.

Stjórn

Stjórnarformaður

Guðjón Reynisson

Guðjón Reynisson lauk MBA námi frá Háskóla Íslands árið 2002, rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1999 og útskrifaðist með íþróttakennararéttindi á grunn- og framhaldsskólastigi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1986.

Guðjón er í dag sjálfstætt starfandi fjárfestir, ráðgjafi og stjórnarmaður.  Á árunum 2008-2017 starfaði hann sem forstjóri Hamleys of London. Fólst starfið í að móta og innleiða stefnu félagsins sem miðaði að því að stækka það úr einni verslun í aðþjóðlega keðju verslana. Guðjón leiddi sölu á félaginu árið 2011-2012 og aftur 2015-2016. Á árunum 2003-2007 gegndi Guðjón stöðu framkvæmdastjóra 10-11 verslananna. Þar áður, frá 1998-2003, var hann framkvæmdastjóri sölusviðs Tals. Hann hefur setið í stjórn Kviku banka og Securitas frá árinu 2018, Dropp frá 2019, Vara fasteignafélags frá 2021 og Hörpu framtakssjóðs frá 2024.

Guðjón tók sæti í stjórn Festi árið 2014.

Guðjón er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins samkvæmt „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út 1. júlí 2021.

Varaformaður

Sigurlína Ingvarsdóttir

Sigurlína Ingvarsdóttir er með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Sigurlína starfar í dag sem sjálfstæður ráðgjafi hjá félagi sínu, Ingvarsdóttir ehf., og stjórnarmaður. Ásamt því er hún fjárfestir hjá Behold VC, þar sem hún er einn eigenda, en sjóðurinn fjárfestir í tölvuleikjafyrirtækjum á fyrstu stigum á Norðurlöndunum. Á árunum 2006 til 2020 starfaði Sigurlína sem stjórnandi við tölvuleikjaframleiðslu á Íslandi, í Svíþjóð, Kanada og Bandaríkjunum, og stýrði meðal annars framleiðslu Star Wars Battlefront, sem var einn mest seldi tölvuleikur ársins 2015 og seldist í rúmlega 20 milljónum eintaka. Að auki stýrði Sigurlína strategíu fyrir EA Sports FIFA, eins stærsta tölvuleikjavörumerkis í heimi árin 2017 og 2018. Áður en Sigurlína sneri sér að tölvuleikjaframleiðslu starfaði hún sem verkefnastjóri í lyfjaþróun hjá Actavis og í viðskiptaþróun og við innleiðingu nýrra tæknilausna hjá Högum.

Sigurlína er stjórnarformaður Carbon Recycling International og situr að auki í stjórn íslenskra og erlendra tölvuleikjafélaga sem Behold Ventures hefur fjárfest í.

Sigurlína tók sæti í stjórn Festi í júlí 2022.

Sigurlína er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins samkvæmt „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út 1. júlí 2021.

Stjórnarmaður

Guðjón Auðunsson

Guðjón útskrifaðist með mastersgráðu í alþjóða viðskiptahagfræði og markaðssetningu frá háskólanum í Álaborg Í Danmörku árið 1989. Hann lauk „AMP“ námi frá IESE háskólanum í Barcelona árið 2018. Guðjón starfaði sem lektor við Háskólann á Bifröst í tvö ár að námi loknu í Danmörku. Frá 1991 til 1999 starfaði hann fyrir Eimskip í ýmsum stjórnunarstöðum, m.a. sem framkvæmdastjóri félagsins í Bandaríkjunum og síðar í Hamborg í Þýskalandi. Á árunum 2000 til 2002 starfaði Guðjón sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Landsteinar og í lok þessa tímabils sem forstjóri Samvinnuferða Landsýnar. Frá árinu 2002 til 2010 starfaði Guðjón sem framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Olíufélagsins Esso, síðar N1. Frá árinu 2010 til mars 2024 gegndi hann starfi forstjóra Reita fasteignafélags. Frá september 2024 hefur Guðjón gengt starfi framkvæmdastjóra Ísey útflutnings ehf. og situr í stjórnum nokkurra félaga sem þeirri starfsemi tengist. Guðjón er í stjórn í Sigtúns þróunarfélags og Strætis leigufélags, en þessi félög tengjast aðallega uppbyggingu á nýja miðbænum á Selfossi. Guðjón hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum í gegnum tíðina, m.a. sem formaður stjórnar Háskólans á Bifröst, í stjórn Flugfélags Íslands, í sjórn Malik Supply A/S, í stjórn Flutningajöfnunarsjóðs, stjórnaraformaður Kringlunnar í um 13 ár og í stjórn fjölda annarra fyrirtækja sem tengdust Reitum.

Guðjón tók sæti í stjórn Festi í mars 2024.

Guðjón er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins samkvæmt „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út 1. júlí 2021

Stjórnarmaður

Hjörleifur Pálsson

Hjörleifur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur með Cand. Oecon. gráðu frá Háskóla Íslands árið 1988. Hann hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa 1989 og starfaði sem endurskoðandi til 2001. Hann var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar hf. frá 2001 til 2013. Hjörleifur er í dag í stjórn og endurskoðunarnefnd alþjóðlega líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech SA, í stjórn Ankra ehf. (Feel Iceland), í stjórn Brunns vaxtarsjóðs slhf. og í stjórn Brandr Global ehf. Hann er jafnframt formaður endurskoðunarnefndar Hörpu tónlistarhúss ohf., situr í endurskoðunarnefnd Landsbankans hf. og er varaformaður landsnefndar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF á Íslandi). Hjörleifur var um árabil formaður stjórnar og háskólaráðs Háskólans í Reykjavík ehf., stjórnarformaður Sýnar hf., í stjórn Lotus Pharmaceuticals & Co., Ltd. í Taívan, Rafnar hf og fleiri fyrirtækja.

Hjörleifur tók sæti í stjórn Festi í júlí 2022.

Hjörleifur er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins samkvæmt „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út 1. júlí 2021.

Stjórnarmaður

Margrét Guðmundsdóttir

Margrét Guðmundsdóttir er með Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, Cand. merc. próf frá Copenhagen Business School og Executive menntun frá CEDEP/Insead í Frakklandi. Margrét starfaði sem forstjóri Icepharma hf. árin 2005-2016. Áður starfaði Margrét sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi 1995-2005, framkvæmdastjóri hjá Kuwait Petroleum (Danmark) A/S 1986-1995 og skrifstofustjóri hjá Dansk ESSO, síðar Statoil frá 1982 til 1986. Hún var aðstoðarframkvæmdastjóri AIESEC International í Brussel 1978-1979.

Margrét situr í stjórn Eignarhaldsfélagsins Lyngs ehf., Eimskips ehf. og Paradísar ehf. Margrét var formaður European Surgical Trade Association 2011-2013 og sat í stjórn félagsins frá 2009-2015.  Hún var formaður Félags atvinnurekenda 2009-2013, sat í stjórn Reiknistofu bankanna 2010-2011 og 2016-2018, stjórn ISAVIA 2017-2018 og stjórn SPRON 2008-2009. Margrét hefur einnig setið í stjórnum eftirtaldra fyrirtækja: Skýrr hf., Frigg hf., Q8 A/S í Danmörku og Dansk Institut for Personalerådgivning.

Margrét hóf stjórnarstörf hjá N1 árið 2011 og var formaður N1 frá 2012 og síðar Festi til mars 2020.

Margrét er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins samkvæmt „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út 1. júlí 2021.

Framkvæmdastjórn

Forstjóri

Ásta S. Fjeldsted

Ásta Sigríður er fædd árið 1982. Á árunum 2007 til 2012 starfaði hún hjá IBM í Danmörku og stoðtækjaframleiðandanum Össuri hf., bæði í Frakklandi og á Íslandi. Frá árinu 2012 til ársins 2017 starfaði hún fyrir ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company, bæði á skrifstofum þess í Tókýó og Kaupmannahöfn, þar sem hún leiddi fjölda smærri og stærri greininga-, umbóta- og umbreytingaverkefna. Frá árinu 2017 starfaði hún sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ásta Sigríður gegndi stöðu framkvæmdastjóra Krónunnar frá 2020 og tók við sem forstjóri Festi 7. september 2022. Hún situr í fyrirtækjaráði UNICEF á Íslandi og er stjórnarmaður hjá Transition Labs. Ásta Sigríður er vélaverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá DTU, Tækniháskólanum í Danmörku.

Framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs

Magnús Kr. Ingason

Magnús er fæddur árið 1970. Hann starfaði hjá KPMG á árunum 1994 til 1998 við endurskoðun og ráðgjöf. Á árunum 1999 til 2002 starfaði hann sem forstöðumaður reikningshalds hjá Icelandair Group (Flugleiðum) en árið 2003 tók hann við stöðu framkvæmdastjóra Fjárvakurs – Icelandair Shared Services, nýstofnaðs dótturfélags Icelandair Group, sem byggði á grunni fjármáladeilda félagsins. Félagið þjónustaði öll félögin innan Icelandair Group sem og mörg meðalstór og stór félög á Íslandi og erlendis sem þeirra fjármáladeild sem sá um reikningshald og gerð fjárhagsuppgjöra, áætlunargerð, innheimtu- og greiðsluþjónustu, launavinnslu, gerð stjórnendaupplýsinga, gerð skattframtala ofl. Magnús starfaði þannig í 20 ár fyrir Icelandair Group samstæðuna eða þar til í ársbyrjun 2020, að hann hóf störf sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi. Um mitt ár 2023 tók hann einnig við rekstrarsviði Festi og er staðgengill forstjóra Festi í dag.  Hann hefur setið í stjórn ýmissa félaga gegnum árin en situr nú í stjórnum dótturfélaga Festi og Malik Group A/S í Danmörku. Hann er með Cand.oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi á Íslandi.

Framkvæmdastjóri Bakkans Vöruhótels

Eva Guðrún Torfadóttir

Eva Guðrún er fædd árið 1987. Árin 2016 til 2023 starfaði hún hjá danska ráðgjafarfyrirtækinu Implement Consulting Group með sérstaka áherslu á aðfangakeðjur og vöruhús. Hjá Implement vann hún að verkefnum fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki sem sneru að endurskipulagningu á aðfangakeðjum, m.a. staðsetningu vöruhúsa, stærð þeirra og fjölda. Einnig hefur hún komið að hönnun og uppsetningu á sjálfvirkum vöruhúsum, ásamt fjölda verkefna er snúa að ýmiskonar endurbótum á aðfangakeðjum. Hún var ráðin framkvæmdastjóri Bakkans í október 2023.  Eva Guðrún er rekstrarverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá DTU, Tækniháskólanum í Danmörku.

Framkvæmdastjóri Krónunnar

Guðrún Aðalsteinsdóttir

Guðrún Aðalsteinsdóttir er fædd árið 1985. Á árunum 2012 til 2015 starfaði hún hjá Novo Nordisk Engineering (NNE) í Danmörku við áætlanagerð og verkefnastýringu. Frá árinu 2015 til 2017 starfaði Guðrún hjá Te Whatu Ora Health í Nýja Sjálandi, ráðgjafarfyrirtæki í heilbrigðisþjónustu, fyrst sem yfirmaður verkefnastofu og seinna sem yfirmaður ráðgjafar á sviði rekstrarumbóta og stefnumótunar. Frá árinu 2017 starfaði hún sem forstöðumaður hjá Icelandair á rekstrarsviði þar sem hún var meðal annars ábyrg fyrir sölu og þjónustu í flugvélum félagsins, vöruþróun, innkaupum, birgðastýringu og framleiðslu. Árið 2020 hóf Guðrún störf hjá Krónunni, fyrst sem forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar og síðar forstöðumaður stafrænnar þróunar og umbótaverkefna. Hún tók við stöðu framkvæmdastjóra Krónunnar í september 2022. Guðrún er rekstrarverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá DTU, Tækniháskólanum í Danmörku.

Framkvæmdastjóri Lyfju

Karen Ósk Gylfadóttir

Karen Ósk Gylfadóttir er fædd árið 1988. Hún starfaði áður í alls sjö ár hjá Nova, síðast sem markaðsstjóri en gegndi einnig stöðu sölu- og þjónustustjóra og viðburðastjóra. Karen var markaðssérfræðingur í markaðsdeild Íslandsbanka á árunum 2015-2017 ásamt því að koma að þjónustumálum og stefnumótunarverkefnum bankans. Á árunum 2021 til 2024 starfaði Karen Ósk sem framkvæmdastjóri vöru-, markaðssviðs og stafrænnar þróunar Lyfju.

Frá því að Karen Ósk hóf stöf hjá Lyfju hefur hún borið ábyrgð á stefnumarkandi verkefnum á borð við Lyfju appið, markaðsstefnu og stafrænni stefnu félagsins, þróun vefverslunar og þjónustuveri Lyfju. Hún hefur einnig leitt uppbyggingu nýrrar heilbrigðisþjónustu: Lyfja Heyrn, ásamt því að bera ábyrgð á vöruvali, vörustýringu, verðstefnu, innkaupum og dreifingu í verslanir. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra Lyfju í október 2024. Karen Ósk er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og tók stjórnendanám við Kellogg Northwestern háskólann vorið 2024.

Framkvæmdastjóri N1

Magnús Hafliðason

Magnús er fæddur árið 1982 og var ráðinn framkvæmdastjóri N1 í desember 2024. Áður starfaði hann í ýmsum ábyrgðarhlutverkum innan Domino's keðjunnar, þar á meðal sem framkvæmdastjóri Domino's í Danmörku árin 2006 til 2007, rekstrar- og markaðsstjóri Domino's á Íslandi frá 2011 til 2014, framkvæmdastjóri Domino's í Noregi árin 2014 til 2017 og sem sérfræðingur í rekstrar- og markaðsmálum á erlendum mörkuðum Domino's Pizza Group á árunum 2018- 2019. Magnús gegndi einnig stöðu framkvæmdastjóra Joe and the Juice árin 2019 til 2020 og starfaði sem forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs Sýnar frá 2020 til 2021. Síðustu 3 árin starfaði hann sem forstjóri Domino's á Íslandi. Magnús er með Executive MBA frá Háskóla Íslands.

Framkvæmdastjóri Yrkis

Óðinn Árnason

Óðinn er fæddur árið 1979. Á árunum 2007 til 2009 starfaði hann sem gjaldeyris- og afleiðumiðlari hjá Icebank. Árin 2009 til 2010 og 2012 til 2023 starfaði hann sem sjóðstjóri, fyrst hjá Íslenskum verðbréfum, síðan hjá Stapa lífeyrissjóði og loks hjá Stefni. Sem sjóðstjóri hefur hann stýrt innlendum skuldabréfasjóðum sem og innlendum og erlendum hlutabréfasjóðum. Hjá Stapa lífeyrissjóði var hann hluti af fjárfestingaráði sjóðsins með aðaláherslu á innlend hlutabréfasöfn ásamt öllum fasteignatengdum fjárfestingum. Árin 2011 til 2012 starfaði hann hjá Kaupthing Sverige AB í Svíþjóð þar sem hann vann við fasteignagreiningar. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Yrkis í júlí 2023. Óðinn er með M.Sc. gráðu í fasteignagreiningum og umsýslu fasteigna frá KTH, Konunglega tækniháskólanum í Svíþjóð, og B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Framkvæmdastjóri ELKO

Óttar Örn Sigurbergsson

Óttar Örn Sigurbergsson er fæddur árið 1979 og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra ELKO frá ársbyrjun 2022. Óttar hóf störf sem söluráðgjafi í ELKO árið 2004, færði sig fljótt á innkaupasvið og hefur hann stýrt fjölmörgum verkefnum sem hafa mótað fyrirtækið allt til dagsins í dag. Árið 2007 tók Óttar að sér innleiðingu á fyrstu vefverslun félagsins, www.elko.is, árið 2009 tók hann svo við stöðu innkaupastjóra. Samhliða stöðu innkaupastjóra sinnti hann skrifstofuhaldi, markaðsmálum, innkaupum, rekstri, sölustýringu ásamt fjölmörgum öðrum verkefnum. Árið 2020 tók Óttar við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri í ársbyrjun 2022. Á tíma sínum í ELKO hefur hann kynnst öllum sviðum rekstrarins, sinnt fjölmörgum verkefnum þvert á fyrirtækið og tekið þátt í að móta stefnu fyrirtækisins til framtíðar. Óttar er viðskiptafræðingur með B.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Undirnefndir

Starfskjaranefnd

Stjórn Festi hefur skipað starfskjaranefnd. Hlutverk nefndarinnar er að vera leiðbeinandi fyrir stjórn um starfskjör stjórnarmanna og stjórnenda félagsins og ráðgefandi um starfskjarastefnu, sem tekin skal til endurskoðunar ár hvert og lögð fyrir aðalfund félagsins. Skal nefndin jafnframt fylgjast með að starfskjör æðstu stjórnenda séu innan ramma starfskjarastefnu félagsins og gefa stjórn skýrslu þar um árlega í tengslum við aðalfund. Stjórn félagsins skal skipa þrjá aðila til setu í starfskjaranefnd og skulu þeir allir vera óháðir félaginu. Í starfskjaranefnd má hvorki forstjóri félagsins né annar starfsmaður eiga sæti. Haft skal að leiðarljósi að nefndarmenn hafi reynslu og þekkingu á viðmiðum og venjum við ákvörðun starfskjara stjórnenda. Starfskjör nefndarmanna skulu ákveðin á aðalfundi. Stjórn hefur sett starfskjaranefnd starfsreglur í samræmi við efni starfskjarastefnu félagsins. Í starfskjaranefnd sitja Hjörleifur Pálsson sem er formaður nefndarinnar, Guðjón Karl Reynisson og Margrét Guðmundsdóttir.

Endurskoðunarnefnd

Stjórn Festi hefur skipað endurskoðunarnefnd fyrir félagið í samræmi við ákvæði laga um ársreikninga. Í henni skulu sitja eigi færri en þrír nefndarmenn og skal meirihluti þeirra vera óháður Festi og daglegum stjórnendum félagsins. Nefndin skal skipuð af stjórn eigi síðar en mánuði eftir aðalfund. Sé nefndarmaður utanaðkomandi aðili skal hann tilnefndur af aðalfundi. Nefndarmenn skulu hafa þekkingu og reynslu í samræmi við störf nefndarinnar og skal að minnsta kosti einn nefndarmanna hafa staðgóða þekkingu og reynslu á sviði reikningsskila eða endurskoðunar. Starfskjör nefndarmanna skulu ákveðin á aðalfundi. Nefndinni er ætlað að hafa eftirlit með endurskoðun ársreikninga og mat á störfum endurskoðenda til að tryggja frekara öryggi og vönduð vinnubrögð við endurskoðunina. Formaður boðar til funda að eigin frumkvæði eða að ósk annarra nefndarmanna en þó eigi sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Í nefndinni sitja þau Guðjón Auðunsson stjórnarmaður, Sigurlína Ingvarsdóttir stjórnarmaður og Björgólfur Jóhannsson sem er formaður nefndarinnar.

Hlutverk endurskoðunarnefndar er m.a. eftirfarandi:

  • Að hafa eftirlit með gerð reikningsskila.
  • Að hafa eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits Festi, áhættustýringu og öðrum eftirlitsaðgerðum.
  • Að hafa eftirlit með endurskoðun ársreiknings Festi og annarra fjárhagsupplýsinga félagsins.
  • Að setja fram tillögu til stjórnar um val á endurskoðendum eða endurskoðunarfyrirtæki.
  • Að meta óhæði endurskoðenda eða endurskoðunarfyrirtækis og hafa eftirlit með öðrum störfum þeirra.

Fjárfestingaráð

Stjórn Festi hefur skipað fjárfestingaráð sem starfar á ábyrgð og í umboði stjórnar sem setur því starfsreglur. Samkvæmt starfsreglum skal stjórn skipa tvo stjórnarmenn til setu í fjárfestingaráði og skulu þeir vera óháðir félaginu. Meðlimir ráðsins skulu skipaðir til eins árs í senn og ekki síður en á öðrum stjórnarfundi eftir hluthafafund þar sem stjórnarkjör eru á dagskrá. Starfskjör ráðsmanna skulu ákveðin á aðalfundi. Í fjárfestingaráði sitja stjórnarmennirnir Guðjón Karl Reynisson, sem er formaður ráðsins, og Hjörleifur Pálsson.

Tilgangur fjárfestingaráðs er að vera stjórn til aðstoðar og gera störf hennar skilvirkari, með því að fjalla nánar og í smærri hóp um kaup og sölu fyrirtækja og um stærri fjárfestinga- eða sölutækifæri. Þá er hlutverk fjárfestingaráðs í meginatriðum eftirfarandi samkvæmt samþykktum starfsreglum.

  • Að annast frummat á tækifærum sem felast í kaupum fyrirtækja eða sölu og undirbúa umfjöllun um slík mál í stjórn Festi.
  • Að undirbúa umfjöllun í stjórn Festi um stærri fjárfestingatækifæri eða tækifæri til sölu eigna, ef þau eru talin falla utan áður samþykktrar fjárfestingaáætlunar.
  • Að hafa eftirlit með að fjárfestingar samstæðunnar séu í meginatriðum í samræmi við stefnu stjórnar Festi og áætlanir sem samþykktar hafa verið.
  • Önnur verkefni sem stjórn óskar eftir og falla undir þau svið sem ráðinu er ætlað að starfa á.

Tilnefningarnefnd

Tilnefningarnefnd Festi starfar á grundvelli samþykkta félagsins og starfsreglna samkvæmt samþykkt aðalfundar. Er nefndin skipuð þremur einstaklingum til eins árs í senn. Í samræmi við þágildandi starfsreglur nefndarinnar voru tveir nefndarmanna kosnir á aðalfundi félagsins þann 6. mars 2024, en sá þriðji var skipaður af nýkjörinni stjórn í kjölfar aðalfundar. Samkvæmt gildandi starfsreglum nefndarinnar skulu allir nefndarmenn tilnefningarnefndar framvegis kjörnir á aðalfundi. Stjórnarmenn eru ekki kjörgengir til setu í tilnefningarnefnd. Tilnefningarnefnd hefur það hlutverk að undirbúa og gera tillögur um frambjóðendur við kjör stjórnar félagsins og leggur tillögur sínar fyrir hluthafafund þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Við mat á frambjóðendum skal horft til hæfni, reynslu og þekkingar, m.a. með tilliti til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja og niðurstöðu árangursmats stjórnar. Þess skal gætt að tillagan samræmist ákvæðum laga um hlutafélög og samþykkta félagsins um skipan stjórnar. Tillögur nefndarinnar skulu stefna að því að stjórnin sé á hverjum tíma þannig samsett að hún búi að fjölbreyttri þekkingu og reynslu sem nýtist félaginu við stefnumótun og eftirlit í því umhverfi sem félagið starfar á hverjum tíma. Ber nefndinni í störfum sínum að hafa heildarhagsmuni allra hluthafa félagsins að leiðarljósi.

Tilnefningarnefnd skipa Sigrún Ragna Ólafsdóttir, formaður, Inga Björg Hjaltadóttir og Ólafur Arinbjörn Sigurðsson. Fyrirspurnir sendist á netfangið: tilnefningarnefnd@festi.is.

Siðareglur Festi

Okkur er ljóst að orðspor Festi og dótturfélaga er ein dýrmætasta eign félagsins. Í ljósi þess höfum við sett okkur eftirfarandi siðareglur, sem gilda um alla starfsemi félagsins, alla starfsmenn og stjórn þess, sem og þá verktaka er sinna verkefnum fyrir félagið.

Samfélagið
Við förum eftir öllum lögum og reglum sem lúta að starfsemi félagsins og leggjum okkur fram um að vera traustir þátttakendur í samfélaginu.

Viðskiptavinirnir
Við berum virðingu fyrir viðskiptavinum okkar og leggjum allt kapp á að veita þeim framúrskarandi vörur og þjónustu á sanngjörnu verði. Á sama hátt virðum við birgja okkar og metum að verðleikum hlutverk þeirra í virðiskeðjunni.

Starfsfólkið
Við kappkostum að tryggja öryggi og vellíðan starfsfólks félagsins með góðum aðbúnaði á vinnustað, fræðslu og þjálfun. Við fylgjum viðurkenndum öryggis- og heilsuverndarstöðlum. Við erum umburðarlynd, tökum tillit til ólíkra sjónarmiða og leyfum hæfileikum hvers og eins að njóta sín. Við stuðlum að jafnrétti á vinnustað og erum málefnaleg og sanngjörn í öllum okkar samskiptum. Við líðum hvorki einelti né aðra áreitni.

Hluthafarnir
Við veitum hluthöfum og öðrum markaðsaðilum réttar og skilmerkilegar upplýsingar um rekstur félagsins eins og hæfir félagi á markaði. Félagið fer eftir reglum markaðarins og góðum stjórnarháttum.

Gjafir og hagsmunir
Óheimilt er að þiggja boð eða gjafir sem ætla má að hafi þann tilgang að hafa áhrif á viðskiptalegar ákvarðanir. Félagið heimilar þó að boðnar séu og þegnar hæfilegar og viðeigandi gjafir og skemmtanir í tengslum við eðlileg og lögmæt viðskipti sem ná til fleiri aðila. Gjafir og skemmtanir skulu tilkynntar til framkvæmdastjóra til samþykktar. Óheimilt er að gefa eða þiggja handbært fé. Viðskiptatengdar ákvarðanir mega undir engum kringumstæðum byggja á gjöfum og þær mega ekki leiða til hagsmunaárekstra. Gildir það um gjafir frá birgjum, þeim sem óska eftir að eiga viðskipti við fyrirtækið, eða öðrum þeim sem gætu hagnast á ákvörðunum starfsmanna fyrirtækisins. Við forðumst að taka ákvarðanir sem geta skapað hagsmunaárekstra. Við þurfum að vera vakandi og taka heiðarlega afstöðu þegar sú staða kemur upp að ákvörðun okkar fylgir persónulegur ávinningur og leita álits framkvæmdastjóra í öllum vafamálum.

Umhverfið
Við sýnum umhverfinu virðingu og leitumst við að bjóða umhverfisvænar vörur og þjónustu. Við leggjum okkur fram um að valda sem minnstum skaða á umhverfinu með starfsemi félagsins og fylgjum viðurkenndum umhverfis-, gæða-, öryggis- og heilsufarsstöðlum.

Trúnaður
Við virðum þagnarskyldu um þær trúnaðarupplýsingar, sem okkur berast, og helst sú þagnarskylda þótt látið sé af störfum. Við nýtum okkur ekki trúnaðarupplýsingar til ávinnings, hvorki fyrir okkur sjálf né aðra.

Samþykkt í Kópavogi 27. febrúar 2020
Þannig breytt í Kópavogi 28. febrúar 2022

Siðareglur Festi HELD ÞAÐ MEGI TAKA ÞENNAN HLUTA ÚT, ÆTLUM AÐ HAFA ÞETTA BARA Í TEXTAFORMI (SJÁ HÉR AÐ OFAN)

Okkur er ljóst að orðspor Festi og dótturfélaga er ein dýrmætasta eign félagsins. Í ljósi þess höfum við sett okkur eftirfarandi siðareglur, sem gilda um alla starfsemi félagsins, alla starfsmenn og stjórn þess, sem og þá verktaka er sinna verkefnum fyrir félagið.

Samfélagið

Við förum eftir öllum lögum og reglum sem lúta að starfsemi félagsins og leggjum okkur fram um að vera traustir þátttakendur í samfélaginu.

Viðskiptavinirnir

Við berum virðingu fyrir viðskiptavinum okkar og leggjum allt kapp á að veita þeim framúrskarandi vörur og þjónustu á sanngjörnu verði. Á sama hátt virðum við birgja okkar og metum að verðleikum hlutverk þeirra í virðiskeðjunni.

Starfsfólkið

Við kappkostum að tryggja öryggi og vellíðan starfsfólks félagsins með góðum aðbúnaði á vinnustað, fræðslu og þjálfun. Við fylgjum viðurkenndum öryggis- og heilsuverndarstöðlum. Við erum umburðarlynd, tökum tillit til ólíkra sjónarmiða og leyfum hæfileikum hvers og eins að njóta sín. Við stuðlum að jafnrétti á vinnustað og erum málefnaleg og sanngjörn í öllum okkar samskiptum. Við líðum hvorki einelti né aðra áreitni.

Hluthafarnir

Við veitum hluthöfum og öðrum markaðsaðilum réttar og skilmerkilegar upplýsingar um rekstur félagsins eins og hæfir félagi á markaði. Félagið fer eftir reglum markaðarins og góðum stjórnarháttum.

Gjafir og hagsmunir

Óheimilt er að þiggja boð eða gjafir sem ætla má að hafi þann tilgang að hafa áhrif á viðskiptalegar ákvarðanir. Félagið heimilar þó að boðnar séu og þegnar hæfilegar og viðeigandi gjafir og skemmtanir í tengslum við eðlileg og lögmæt viðskipti sem ná til fleiri aðila. Gjafir og skemmtanir skulu tilkynntar til framkvæmdastjóra til samþykktar. Óheimilt er að gefa eða þiggja handbært fé. Viðskiptatengdar ákvarðanir mega undir engum kringumstæðum byggja á gjöfum og þær mega ekki leiða til hagsmunaárekstra. Gildir það um gjafir frá birgjum, þeim sem óska eftir að eiga viðskipti við fyrirtækið, eða öðrum þeim sem gætu hagnast á ákvörðunum starfsmanna fyrirtækisins. Við forðumst að taka ákvarðanir sem geta skapað hagsmunaárekstra. Við þurfum að vera vakandi og taka heiðarlega afstöðu þegar sú staða kemur upp að ákvörðun okkar fylgir persónulegur ávinningur og leita álits framkvæmdastjóra í öllum vafamálum.

Umhverfið

Við sýnum umhverfinu virðingu og leitumst við að bjóða umhverfisvænar vörur og þjónustu. Við leggjum okkur fram um að valda sem minnstum skaða á umhverfinu með starfsemi félagsins og fylgjum viðurkenndum umhverfis-, gæða-, öryggis- og heilsufarsstöðlum.

Trúnaður

Við virðum þagnarskyldu um þær trúnaðarupplýsingar, sem okkur berast, og helst sú þagnarskylda þótt látið sé af störfum. Við nýtum okkur ekki trúnaðarupplýsingar til ávinnings, hvorki fyrir okkur sjálf né aðra.

Síðast samþykkt með breytingum í Kópavogi 28. febrúar 2022

Siðareglur stjórnar Festi hf.

1. Traust, fagmennska og heilindi
  • 1.1. Reglur þessar taka til stjórnar og forstjóra Festi hf.
  • 1.2. Við förum að siðareglum Festi. Við vinnum faglega, af alúð og tileinkum okkur góða viðskiptahætti og vinnubrögð sem eru til þess fallin að skapa traust.
  • 1.3. Við förum eftir lögum og reglum sem lúta að starfsemi félagsins og gætum að því að haga störfum okkar og gjörðum í samræmi við skilgreind markmið, tilgang og stefnumið Festi, stefnu félagsins um samfélagsábyrgð og starfsreglum þess.

  • 1.4. Við komum fram við haghafa og samstarfsmenn af virðingu og stuðlum að góðum samskiptum í okkar störfum.

    1.5. Orðspor Festi og dótturfélaga er ein dýrmætasta eign félagsins og grunnstoð að samfélagsstefnu félagsins. Hlutir í Festi hafa verið teknir til viðskipta aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi og telst félagið einnig tengt almannahagsmunum í skilningi laga. Það leiðir til ríkrar ábyrgðar stjórnar um vönduð vinnubrögð og að aðhafast ekkert það sem samrýmist ekki stöðu þeirra hjá félaginu út frá lagalegri ábyrgð, stefnu félagsins, ímynd og trausti til þess.
2. Hagsmunaárekstrar
  • 2.1. Við högum störfum okkar og gjörðum þannig að við drögum úr hættu á hagsmunaárekstrum.
  • 2.2. Við nýtum ekki upplýsingar sem við fáum í störfum okkar í eigin þágu eða vandamanna okkar og gætum sérstaklega að reglum um innherjaupplýsingar við framkvæmd starfa okkar.
  • 2.3. Við gætum að orðspori vinnustaðar í samskiptum utan vinnu, í samræmi við stöðu okkar í starfi.

  • 2.4. Við sýnum samstarfsvilja séu störf okkar eða aðrar gjörðir teknar til skoðunar.
3. Eftirfylgni
  • 3.1. Reglur þessar skulu kynntar fyrir öllum nýjum stjórnarmönnum. Staðfestum við sem stjórnarmenn að við höfum kynnt okkur reglurnar með undirritun okkar.

  • 3.2. Stjórn ber ábyrgð á og hefur eftirlit með því að reglum þessum sé framfylgt. Gerist stjórnarmaður brotlegur við reglur eða sýni af sér óásættanlega hegðun fer um úrvinnslu þess í samræmi við reglur Festi um orðsporsáhættu og hagsmunaárekstra.
4. Breytingar

4.1. Breytingar á siðareglum þessum skulu vera skriflegar og taka gildi þegar stjórn Festi hefur samþykkt þær. Allar breytingar á reglum þessum skulu kynntar fyrir þeim sem þær ná til um leið og þær hafa tekið gildi.

Með undirritun sinni á siðareglur þessar staðfesta stjórnarmenn að þeir undirgangist þær skuldbindingar sem af reglunum leiða og að þeir muni hlíta reglunum í störfum sínum.

Þannig samþykkt á fundi stjórnar Festi hf. þann 6. mars 2024